Skin og skúrir hjá körfuboltaliðunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstrákarnir áttu ekki í miklum vandræuðm með Pál Axel Vilbergsson og félaga í Skallagrími þegar liðin mættist í Borgarnesi í gærkvöldi í úrvaldeild karla. Stelpurnar töpuðu hins vegar fyrir Val.

Grindavík lenti reyndar í vandræðum með Skallagrím en staðan í hálfleik var 49-32, Skallagrími í vil. En Grindavík fór hamförum í seinni hálfleik og vann með 12 stiga mun, 85-73.

Skallagrímur-Grindavík 73-85 (19-15, 31-17, 11-26, 12-27)

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 20/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 10/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 2, Hilmir Kristjánsson 2.

Staðan:

1. KR 11 11 0 1063:829 22
2. Keflavík 11 10 1 978:819 20
3. Grindavík 11 7 4 948:901 14
4. Njarðvík 10 6 4 937:848 12
5. Stjarnan 10 6 4 845:808 12
6. Haukar 11 6 5 927:903 12
7. Þór Þ. 11 6 5 997:1017 12
8. Snæfell 11 5 6 968:983 10
9. KFÍ 11 3 8 915:982 6
10. ÍR 11 2 9 881:1051 4
11. Skallagrímur 11 2 9 839:1001 4
12. Valur 11 1 10 881:1037 2


20 stiga tap

Grindavíkurstelpur byrjuðu vel gegn KR en síðan ekki söguna meir. KR vann með 20 stiga mun, 72-52, og þar með féll Grindavík niður í næst neðsta sæti.

Grindavík-KR 52-72 (13-17, 10-16, 15-20, 14-19)

Grindavík: Ingibjörg Jakobsdóttir 13/11 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, María Ben Erlingsdóttir 8/5 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/12 fráköst, Lauren Oosdyke 6/6 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Katrín Ösp Eyberg 3, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0, Marín Rós Karlsdóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0.

Þetta var jafnframt síðasti leikur Lauren Oosdyke með Grindavíkurliðinu en tekin hefur verið ákvörðun um að hún verði ekki með liðinu eftir áramót.

Staðan:

1. Snæfell 14 11 3 1103:922 22 
2. Keflavík 14 10 4 1046:1004 20 
3. Haukar 14 9 5 1075:994 18 
4. Valur 14 6 8 997:993 12 
5. Hamar 14 6 8 975:1005 12 
6. KR 14 6 8 966:982 12 
7. Grindavík 14 6 8 964:1034 12 
8. Njarðvík 14 2 12 909:1101 4