Skelltu Snæfelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Snæfelli þegar liðin mættust í Stykkishólmi í kvöld, 76-73, í úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokamínúturnar voru æsi spennandi en Grindavík hafði betur að lokum.

Staðan var jöfn 71-71 tveimur mínútum fyrir leikslok eftir að Jóhanna Rún Styrmisdóttir setti boltann ofan í. Crystal Smith setti svo niður þrist mínútu fyrir leikslok og hún klárði svo leikinn af vítalínunni. Óvætur en verðskuldaður sigur Grindavíkurstúlkna sem léku sinn langbesta leik í vetur og sýndu loks sitt rétta andlit.

Crystal Smith átti stórleik og skoraði 36 stig, Petrúnella Skúladóttir 13, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7, Jeanne Sicat 4, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 4, Eyrún Ösp Ottósdóttir 2 og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.