Þeir Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið þá 12 leikmenn sem halda á morgun til Ungverjalands og leika í fyrsta leik kvennalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2017. Grindavík átti þrjá fulltrúa í æfingahópnum en þær Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir þurftu báðar að draga sig útúr honum vegna meiðsla. Sigrún SJöfn Ámundadóttir verður því eini fulltrúi Grindavíkur í liðinu að þessu sinni.
Landslið Íslands gegn Ungverjum
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði
Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir