Síðasti deildarleikur sumarsins hjá stelpunum í kvöld, frítt inn á völlinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur leika sinn síðasta leik í deildarkeppninni í sumar nú í kvöld þegar þær taka á móti Víkingi frá Ólafsvík. Sigur tryggir Grindavík efsta sætið í riðlinum en tveimur stigum munar á Grindavík og FH fyrir leikinn í kvöld. Styrktaraðilar bjóða áhorfendum á leikinn í kvöld og því verður enginn aðgangseyrir rukkaður í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:30. Allir á völlinn og áfram Grindavík!