Grindavík tapaði með sex stiga mun fyrir Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, 65-71. Þetta var hörku leikur en Keflavík var sterkara liðið í seinni hálfleik.
Grindavík byrjaði með látum og hafði eins stigs forystu í hálfleik, 16-15. Sami munur var í hálfleik, 33-32, Grindavík í vil.
En í seinni hálfleik virtist úthald Grindavíkurstúlkna ekki upp á það besta enda fór undirbúningstímabilið ekki eins og best verður á kosið að sögn fyrrverandi þjálfara liðsins. Keflavík náði 9 stiga forskoti eftir þrjá leikhluta og vann svo með 6 stiga mun.
Crystal Smith, spilandi þjálfari Grindavíkur, skoraði 20 stig, Berglind Anna Magnúsdóttir 14 og þá átti Jóhanna Rún Styrmisdóttir fínan leik og skoraði 10 stig. Helga Rut Hallgrímsdóttir var sterk í fráköstunum og hirti 12 slík og skoraði 8 stig.
Staðan í deildinni er þessi:
1. Keflavík 9 8 0 686:546 17
2. Snæfell 9 7 2 687:545 14
3. KR 9 6 3 603:586 12
4. Valur 9 5 4 592:574 10
5. Haukar 9 3 6 591:651 6
6. Njarðvík 9 3 6 602:669 6
7. Grindavík 9 2 7 576:663 4
8. Fjölnir 9 1 7 593:696 3