Sérfræðingarnir spá Grindavík botnbaráttu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Pepsideild karla í knattspyrnu hefst næsta sunnudag. Grindavík sækir FH heim í fyrstu umferð. Í dag fór fram árlegur spáfundur forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna og var Grindavík spáð 9. sæti sem er sama sæti og liðið lenti í á síðustu leiktíð. 

Fréttablaðið spáir Grindavík einnig 9. sæti, fotbolti.net spáir liðinu 10. sæti líkt og vefurinn 433.is.

En spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í dag var eftirfarandi:

1. KR 414 stig
2. FH 373 stig
3. Fram 338 stig
4. Stjarnan 317 stig
5. Valur 257 stig
6. ÍA 256 stig
7. ÍBV 230 stig 
8. Breiðablik 198 stig 
9. Grindavík 128 stig
10. Fylkir 113 stig
11. Keflavík 107 stig
12. Selfoss 77 stig