Seinni úrslitahelgi yngri flokka fer fram í Grindvaík núna um helgina 17.-19.maí. Í kvöld föstudag eru undanúrslitaleikir í unglingaflokki karla. Á morgun laugardag fara fram undanúrslita leikir í 10.flokki bæði karla og kvenna. Á sunnudeginum fara svo fram úrslitaleikirnir sjálfir í ofangreindum flokkum. 10.flokkur kvenna eru fulltrúar Grindavíkur þessa helgina, en þær spila sinn undanúrslitaleik kl 15:15 á laugardaginn gegn sameinuðu liði Tindastóls og Þórs frá akureyri. Stelpurnar eru ríkjandi Íslands og bikarmeistarar, en þær urðu einmitt íslandsmeistarar í fyrra eftir úrslitaleik gegn Tindastól. Við hvetjum aðsjálsögðu alla að mæta og taka þátt í þessari körfubolta veislu. Fyrir þá sem ekki komast á úrslitaleikina á sunnudaginn þá verða þeir sýndir beint á sporttv.
Dagskrá helgarinnar