Sara meistari og valin besti nýliði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn Sara Helgadóttir var valin nýliði tímabilsins í Gulf South-háskóladeildinni í knattspyrnu vestanhafs. Sara spilar á miðjunni hjá University of West Florida. Sara var í liði UWF sem lagði Christian Brothers 4-0 að velli í gær. Liðið varði þannig titil sinn frá því í fyrra en liðið hefur ekki tapað leik í þrjátíu leikjum sem er met í deildinni.

Sara var valin leikmaður vikunnar í lokaumferð deildarinnar fyrir lokamótið. Hún skoraði þá þrennu í 4-1 sigri liðs síns. Þá viku var Íris Dögg Gunnarsóttir, markvörður University of Alabama, einmitt valin varnarmaður vikunnar.

Sara á að baki leiki bæði með 17 og 19 ára landsliði Íslands en hún er einnig afar góður leikstjórnandi í körfubolta. Hún var valin leikmaður ársins hjá Grindavík árið 2011.

Gulf South-deildin hluti af næstefstu deild hjá NCAA.

Af Vísi.is