Samstöðumót til styrktar Guðmundi Atla Helgasyni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íþróttafélögin á Suðurnesjum halda þessa dagana samstöðumót til styrktar Guðmundi Atla Helgasyni. Guðmundur greindist með bráðahvítblæði aðeins 7 ára gamall. Við tók sjö mánaða ferli með lyfjagjöfum og veikindum sem Gummi eins og hann er kallaður tæklaði með jákvæðnina að vopni. Þann 3. september, fimmtán mánuðum seinna og Gummi ný orðinn níu ára endurgreindist hann með bráðahvítblæðið og hefur þegar lokið tveimur lyfjagjöfum. Gummi þarf því að fara til Svíþjóðar í frekari meðferð og mergskipti. Gummi hefur því á sinni stuttu ævi tekist á við marga erfiðleikana en 5 ára flutti hann ásamt systur sinni til ömmu sinnar og afa sem hafa staðið við hlið hans í gegnum allt saman

Grindvíkinar láta ekki sitt eftir liggja í þessari söfnun. Sunnudaginn 3. desember frá klukkan 14-16 verður keppt í fótbolta í Hópinu í Grindavík, þar verða lið frá öllum Suðurnesjum sem munu keppa innbyrðis. Í Mustad höllinni í Grindavík fara fram körfuboltaleikir þar en þar mætast einnig lið frá öllum Suðurnesjunum. Júdódeildir Grindavíkur og Þróttar Voga taka líka þátt og verða með sameiginlega æfingu í Gjánni Grindavík, ungir og efnilegir skákleikmenn á öllum aldri munu etja kappi í Gjánni og á sama tíma ætlar sundfólk frá UMFG og Þrótti frá Vogum reyna með sér í sundlauginni í Grindavík​.

Guðmundur er lífsglaður og hjartahlýr drengur með mörg áhugamál. Hann hefur áhuga á fótbolta, sundi, hjólreiðum, skák og Lego. Hann hefur verið í Myllubakkaskóla með einstökum bekkjarfélögum sem hafa stutt hann á ólýsanlegan hátt á samt því að stunda nám hjá grunnskóla Barnaspítalans í öðrum og nú fjórða bekk. Stefnan í hans meðferð núna er að vera á sjúkrahúsi í Huddinge í Svíþjóð þessi jólin.

Styrktarreikningur: Guðmundur Atli Helgason, Kt: 190808-4080, Reikn: 0542-14-404971.