Grindvíkingar sækja Fjölnismenn heim í Grafarvoginn í kvöld í Pepsi-deild karla og hefst leikurinn kl. 19:15. Athygli er vakin á að sérstakt tilboðsverð er á leikinn í kvöld fyrir áhorfendur sem eru 30 ára og yngri, eða 1.000 kr. Rútuferð verður í boði á leikinn fyrir stuðningsmenn Grindavíkur og er það Stinningskaldi sem skipuleggur ferðina. Brottför er frá Gula húsinu kl. 18.00. Sjö sæti voru laus þegar þessi frétt er skrifuð kl. 09:50.
Sjá nánar hér að neðan:
„JÆJA NÚ ER KOMIÐ AÐ FYRSTU RÚTUFERÐINNI! Verður með öðru sniði í þetta skiptið, lesið vel hér að neðanverðu.
Fjölnir vs Grindavík fimmtudaginn kl. 19:15, brottför frá Gula húsinu kl 18:00. Eftir leik, farið á Gullöldina og borðað með leikmönnum og hluta stjórnar. Við erum búnir að gera díl þar. Verður kynnt frekar í rútunni. Kostnaður við rútu og mat er 3þús kr.- (innifalinn Kaldi í rútu á leik og til baka að sjálfsögðu!) Skráið ykkur hér að neðanverðu ef þið ætlið að koma með. 15 sæti laus! Fyrstur kemur fyrstur fær!“