Rútuferð Stinningskalda á Hlíðarenda í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætir toppliði Vals í Pepsi-deild karla á Hlíðarenda í kvöld kl. 19:15. Stinningskaldi verður með rútuferð á leikinn en farið verður frá Gula húsinu kl. 18:00. Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan í tilkynningu frá Stinningskalda:

Rútuferð á Valur – Grindavík!!

Stinningskaldi (sem samanstendur af mér og þér!) ætlar að henda sér inneftir til að styðja gulu víkingana. Það eru 16 sæti í boði og það kostar 1000kr í rútuna og léttar veigar eru innifaldar (Börn yngri en 18 þurfa að vera í fylgd með fullorðnum). Farið verður frá frá Gula húsinu kl 18:00.

Þeir sem ætla að koma með meldi sig hér að neðanverðu eða hafi samband við Gunnar Már með sms-i í síma 865-2900 og staðfesti komu sína, fyrstir koma fyrstir fá.

ÁFRAM GRINDAVÍK