Rúm vika í Inkasso-deildina

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hefja leik í Inkasso-deildinni næstkomandi föstudag, þann 6. maí, þegar Haukar heimsækja Grindavíkurvöll. Af því tilefni hefur Stinningskaldi boðað til stuðningsmannafundar á Bryggjunni annað kvöld þar sem farið verður yfir stöðuna fyrir komandi sumar og stilltir saman strengir. 

Á Facebook-síðu Stinningskalda segir:

Allir að mæta!!
Nú er rétt rúmlega vika í að meistaraflokkur karla hefji leik á Íslandsmótinu.
Það er því ekki seinna að vænna en að taka hitting og stilla saman strengi. Þeir Bryggjubræður ætla að bjóða stuðningsmönnum á Bryggjuna á föstudagskvöld kl 20.00.
Þar kemur þjálfari meistaraflokks og fer yfir það sem framundan er og pælingar varðandi fótboltann í Grindavík. Bryggjan ætlar að bjóða uppá súpu og meðlæti.
Vonumst til að sjá sem flesta á Bryggjunni föstudagskvöldið 29. apríl kl 20.00.