Það verður svakalegur nárannaslagur í B-riðli 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Keflavík. Fyrir leik eða frá kl. 19 verður boðið upp á grillaðar pylsur. Sérstakir heiðursgestir á leiknum verða fótboltastelpurnar sem kepptu á Símamótinu um síðustu helgi. Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á Grindavíkurvöll og styðja stelpurnar. Grindavík er á toppnum með 17 stig en Keflavík í 4. sæti með 10 stig.