Grindvíkingar eignuðust á dögunum Íslandsmeistara, þó ekki í körfubolta eins og svo oft áður, heldur í pílukasti. Pétur Rúðrik Guðmundsson varð hlutskarpastur 36 keppenda í einmenningi á Íslandsmóti 501 sem haldið var á Akureyri. Meðfylgjandi mynd var þó ekki tekin á mótinu heldur síðastliðið sumar þegar Pétur var ráðinn fyrsti unglingalandsliðsþjálfari Íslands í pílu.
Pétur hefur í vetur unnið mikið uppbyggingarstarf í pílunni hér í Grindavík og á Íslandi öllu og stjórnar reglulegum æfingum í Grindavík eins og sjá má í þessu innslagi úr Sjónvarpi Víkurfrétta: