Knattspyrnukappinn Paul McShane, sem gerði starfslokasamning við Grindavík í síðustu viku, samdi í gærkvöld við 2. deildarlið Aftureldingar og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils.
McShane hefur leikið lengst af sínum ferli með Grindavík síðan hann kom fyrst til landsins árið 1998. Hann hefur einnig spilað með Fram og Keflavík á ferlinum.
McShane er 34 ára gamall en hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Grindavíkur í sumar.
Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Aftureldingu sem er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur á eftir toppliðum KV og Reynis.