Grindvíkingar hafa verið áberandi hjá Þrótti í Vogum í knattspyrnunni í sumar. Þorsteinn Gunnarsson þjálfaði liðið og margir leikmenn liðsins eru uppaldir Grindvíkingar. Skemmst er frá því að segja að á lokahófi liðsins á dögunum var það Grindavíkingurinn Páll Guðmundsson sem var valinn besti leikmaður liðsins en hann var einnig markahæstur með 17 mörk.
Þá var grindvíska varnartröllið og öðlingsdrengurinn Vilmundur Þór Jónasson valinn besti félaginn á lokahófinu og miðjumaðurinn knái og sjarmatröllið Einar Helgi Helgason var valinn bestur á æfingum. Þá fékk Einar einnig viðurkenningaskjöld fyrir að ná 50 leikjum með félaginu.
Við óskum Grindvíkingunum í Vogum að sjálfsögðu til hamingju með þessar viðurkenningar.
Vilmundur í leik í sumar. Mynd: Facebook, mynd af Páli: Vísir.is/HAG