Páll Árni Pétursson sigursæll í sinni fyrstu landsliðsferð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingarnir Pétur Guðmundsson og Páll Árni Pétursson héldu til Rúmeníu fyrr í október til að keppa fyrir íslenska landsliðið í pílukasti en heimsmeistaramót Worlds Dart Federation (WDF) í pílukasti. Mótið var haldið dagana 7.-12. október síðasliðinn.

 48 karlalandslið og 42 kvennalandslið tóku þátt ásamt Íslandi.  Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur voru búnir að tryggja sér pláss í landslið karla með því að ná að vera í top fjórum á stigalista Íslands í pílukasti.

Heimsmeistaramótið var haldið í Cluj-Napoca sem er þriðja stærsta borg Rúmeníu. Yfir 700 manns komu að mótinu á einn eða annan hátt, annaðhvort sem keppendur, þjálfarar, skrifarar, mótsutanumhald og dómgæsla.  

Landslið Íslands samanstóð af Hallgrími Egilssyni, Pétri Rúðrik Guðmundssyni, Páll Árna Pétursyni og Vitor Charrua, Diljá Töru Helgadóttur, Guðrúnu Þórðardóttur, Ingibjörgu Magnúsdóttur og Petreu Kr. Friðriksdóttur. Keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni skipt í karla- og kvennaflokk. 

Heimasíðan fékk Ingibjörgu Magnúsdóttur til að segja stuttlega frá gengi íslenska landsliðsins í Rúmeníu. 

Á mánudeginum kepptu karlarnir í einmenningi Hallgrímur sigraði sinn fyrsta leik á móti skotanum Alan Small, en tapar síðan næsta leik á móti Edwin Torbjörnsson frá Svíðþjóð. Vitor og Pétur tapa báðir sínum leikjum en nýliðinn Páll Árni gerði sér lítið fyrir og náði að sigra tvo leiki  annarsvegar  Aigars Strelis frá Latvíu og Marcus Brambati frá Ítalíu og komst í top 64 manna á mótinu. Hann tapar naumlega fyrir Brent Robinson frá Turks og Caicoseyjum 4-3.

Konurnar kepptu í tvímenningi þann dag, Diljá og Guðrún tapa sínum leik en Ingibjörg og Petrea komust í 16 manna útslátt, og var sætasti sigurinn þar að slá út norska landsliðsparið Verinicu og Islin. Það stimplar þær vel inn fyrir norðurlandamótið sem er á næsta ári. 

Kvennalandsliðið ásamt liðsstjóra sínum og þjálfara. 

Á þriðjudeginum kepptu karlarnir í liðakeppni og lenda í mjög sterkum riðli, með Canada, Hong Kong og Írlandi. Þeir ná sér ekki á strik og detta út í riðli. Þeir kepptu í beinni á móti Hong Kong og er hægt að sjá þann leik hér.

Konurnar kepptu í einmenningi þann dag, og tapa allar sínum leikjum. Ingibjörg átti góð færi á að sigra Mayumi Ouchi frá Japan, og var kominn yfir 3-1 en leikurinn snýst við og Ingibjörg nær ekki að nýta sér útskotstækifærin sín og tapar 4-3. 

Á miðvikudeginum kepptu karlarnir í tvímenning og konurnar í liðakeppni, karla pörinn tapa bæði sínum leikjum 4-1, en konurnar sigra eitt lið í liðakeppninni, Cataloníu. Það er í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalið sigrar leik í liðakeppni, þær ná þó ekki að komast upp úr riðli þar sem að aðeins 2 lið fara upp í 16 liða útslátt. 

Karlarnir enda í 44. sæti og konurnar í 26. sæti á mótinu og er það besti árangur kvenna til þessa. 

Hér má skoða öll úrslit.

Þetta er stærsta heimsmeistaramót sem haldið hefur verið til þessa, og allt í kringum mótið var gríðarlega vel gert að sögn Ingibjargar. 
 

Mynd efst: f.v. Vignir Sigurðsson landsliðsþjálfari, Hallgrímur Egilsson landsliðsmaður, Þórólfur Sæmundsson liðstjóri, Vitor Charrua landsliðsmaður, Páll Árni Pétursson landsliðsmaður og Pétur Guðmundsson landsliðsmaður. 

Hér má sjá karlalandsliðið í pílukasti. 

Hér er Páll Árni með Paul Lim. Lim datt út í 64 manna á sama tíma og Páll Árni en þeir kepptu hlið við hlið. Lim er stórt nafn í píluheiminum en hann er fyrsti maðurinn sem gerði 9 pílna leik á heimsmeistaramóti. 9 pílna leikur er fullkominn leikur og hefur enginn á Íslandi náð slíkum árangri á móti.