Pálína í úrvalsliði fyrri umferðar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Grindavíkur er í úrvalsliði fyrri umferðar í úrvalsdeild kvenna í körfubolta að mati karfan.is. Hins vegar er enginn leikmaður karlaliðsins í úrvalsliðinu.

Í umsögn um Pálínu segir:

„Pálína hafði spilað ótrúlega vel þar til hún meiddist í nóvember. 17,4 stig, 9,1 frákast og 4,3 stoðsendingar eru í raun ótrúlegar tölur fyrir bakvörð en engu að síður staðreynd. Skilvirknin er ekki mikil en framlagið er óumdeilanlegt. Hún er í tíunda sæti deildarinnar í dag yfir framlag per leik með 19,3. Grindavík er 5-3 með hana í liðinu en 1-5 án hennar ef talinn er með leikurinn sem hún meiddist í. Undirstrikar mikilvægi hennar fyrir liðið.”