Grindavík tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur er nágrannar þeirra frá Keflavík komu í heimsókn í Röstina. Grindavík hafði níu stiga forskot í hálfleik en það dugði skammt. Keflavík vann með 8 stiga mun, 106 stigum gegn 98.
Aaroun Broussard var stigahæstur Grindvíkinga en útlendingahersveit Keflavíkinga var mjög öflug og Magnús Gunnarsson fór hamförum í þriggja stiga skotum.
Grindavík er þrátt fyrir tapið enn á toppi deildarinnar en Keflavík er í sjötta sæti.
Grindavík-Keflavík 98-106 (28-28, 34-25, 23-35, 13-18)
Grindavík: Aaron Broussard 36/8 fráköst, Samuel Zeglinski 20/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Ryan Pettinella 2, Davíð Ingi Bustion 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Ómar Örn Sævarsson 0.