Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, fingurbrotnaði í leik liðsins gegn Leikni R. um síðustu helgi. Óskar birti röntgenmynd af puttanum á Facebook sem sjá má hér. Ljóst er að Óskar verður ekki með Grindvíkingum á næstunni sem er gríðarlegt áfall fyrir Grindavík enda Óskar einn af reyndari mönnum liðsins og besti markvörður 1. deildarinnar.
Hinir ungu og efnilegu Benóný Þórhallsson og Ægir Þorsteinsson munu keppast um markvarðarstöðuna í fjarveru Óskars. Grindvíkingar eru á toppnum í 1. deildinni í augnablikinu, tveimur stigum á undan Fjölni og Haukum.