Óli Óla með lungnabólgu og ekki með gegn Snæfelli í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar sækja Stykkishólm heim í kvöld í síðasta leik sínum í deildarkeppni Dominosdeildarinnar, í leik sem mun skera úr um í hvaða sæti liðið endar og hverjum við mætum í úrslitakeppninni. Karfan.is greindi frá því í dag að liðið hefði orðið fyrir nokkurri blóðtöku en Ólafur Ólafsson er með lungnabólgu og spilar því ekki með liðinu í kvöld.

“Ég vaknaði í gærmorgun hálf slappur en fór nú samt í vinnu en svo varð ég bara verri og verri og endaði með því að fara til læknis og er nú á sýklalyfjum og verð því ekki með í kvöld.” sagði Ólafur í stuttu viðtali við Karfan.is

Við óskum Óla skjótum og góðum bata og vonum að hann verði kominn sterkur til baka þegar úrslitakeppnin hefst.