GG vann góðan 7-1 sigur á liði Snæfells/UDN á laugardaginn þar sem Óli Baldur Bjarnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 mörk. Eins og við greindum frá á dögunum lagði Óli Baldur úrvalsdeildarskóna á hilluna en er augljóslega ekki dauður úr öllum æðum og mun eflaust reynast GG drjúgur ef hann heldur skónum frá hillunni góðu.
