Grindavík sækir Fram heim í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, á Laugardalsvellinum á morgun, laugardag kl. 14:00. Ókeypis aðgangur verður á leiknum til minningar um Hörð Einarsson, „Kastró“ sem var einn dyggasti stuðningsmaður Fram en hann lést síðastliðin laugardag, 75 ára að aldri. Hörður var sæmdur silfurkrossi Fram á 105 ára afmæli Knattspyrnufélagsins FRAM árið 2013.