KFÍ knúði í gærkvöld fram oddaleik við Grindavík í keppni liðanna um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næstu leiktíð. KFÍ vann Grindavík á Ísafirði, 54:48, í annarri viðureign liðanna. Oddaleikurinn fer fram í Grindavík á miðvikudagskvöld.
KFÍ var þremur stigum yfir að loknum fyrri hálfleik, 23:20.
Bæði liðin eru mjög jöfn og hafa leikirnir í vetur sýnt það, en þetta sinn voru það Ísdrottningarnar sem höfðu betur og var það vörnin sem skóp þennan sigur ásamt því að vera einungis með 9 tapaða bolta sem er eins og lagt er upp með fyrir hvern leik, en vörn KFÍ fékk Grindavík til að henda frá sér boltanum 18 sinnum.
Grindvíkingurinn Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir skoraði 15 stig fyrir KFÍ,
Stig Grindavíkur.Berglind 15 stig, 10 fráköst. Ingibjörg 14 stig, 6 fráköst. Ingibjörg E. 6 stig, 2 fráköst. Jóhanna 6 stig, 4 fráköst. Julia 5 stig, 6 fráköst. Sandra 2 stig, 5 fráköst.
Mynd: Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttu í leiknum í gær. Myndin er af vef KFÍ.