Grindavíkurstelpur töpuðu gegn Val á Hlíðarenda 81-79 í úrvalsdeild kvenna um helgina. Heimakonur höfðu frumkvæðið lengst af en munurinn var þó aldrei mikill. Gestirnir frá Grindavík unnu síðasta fjórðunginn með fjórum stigum en það dugði ekki til.
Kristrún Sigurjónsdóttir átti stórleik hjá Valskonum. Kristrún skoraði 35 stig og var með frábæra skotnýtingu hvað sem var af vellinum.
Crystal Smith, spilandi þjálfari Grindavíkur, var stigahæst gestanna með 31 stig og Petrúnella Skúladóttir kom næst með 20. Þá spilaði Ólöf Helga Pálsdóttir 10 mínútur með Grindavík sem eru góðar fréttir en hún hefur verið meidd í allt haust. Grindavíkurliðið á því bara eftir að eflast þegar líður á veturinn.
1. Keflavík 12 12 0 940:749 24
2. Snæfell 12 9 3 921:767 18
3. KR 11 7 4 740:722 14
4. Valur 12 6 6 808:809 12
5. Haukar 12 5 7 808:846 10
6. Grindavík 12 3 9 810:899 6
7. Njarðvík 11 3 8 728:832 6
8. Fjölnir 12 2 10 796:927 4