Nágrannaslagur af bestu gerð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður sannkallaður stórleikur í Röstinni í kvöld þegar nágrannarnir Grindavík og Keflavík mætast kl. 19:15 í toppslag deildairnnar. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 14 stig en Grindavík í þriðja sæti með 10 stig. 

Bæði lið töpuðu í síðustu umferð en það stefnir í jafna og spennandi deild hjá stelpunum í vetur. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Röstina í kvöld og styðja við bakið á stelpunum.