Síðastliðinn laugardag stóð hestamannafélagið Brimfaxi fyrir stórskemmtilegu töltmóti í samvinnu við hestamannafélagið Sóta frá Álftanesi. Um svokallað grímutöltmót var að ræða þar sem knapar, og jafnvel hestar, mættu til leiks í skrautlegum búningum.
Búningarnir voru hver öðrum glæsilegri en á Facebook-síðu Sóta má sjá fjölmargar skemmtilegar myndir frá mótinu. Við birtum smá sýnishorn hér að neðan: