Kristinn Sörensen og Hildur Guðmundsdóttir voru krýndir klúbbmeistarar GG á lokahófi sem haldið var í nýjum golfskála GG laugardagskvöldið 14. júlí eins og lesa má um hér. En hér má sjá myndasyrpu frá lokahófinu frá fésbókarsíðu GG:
Efsta mynd: Allir verðlaunahafar á meistaramóti GG.
Meistararnir sjálfir, Hildur og Kristinn.
Meistarinn Kristinn tolleraður af félögum sínum.
Verðlaunahafar í 4.flokki: Jóhann Þröstur Þórisson 1.sæti, Ragnar Leó Kjartansson 2. sæti og Jóhann S Ólafsson 3. sæti.
Verðlaunahafar í 3.flokki: Júlíus Magnús Sigurðsson 1. sæti (Gerða tók við verðlaunum fyrir hönd bróður síns), Þóroddur Halldórsson 2. sæti og Guðlaugur Örn Jónsson 3. sæti.
Verðlaunahafar í 2.flokki: Kristján Einarsson 1. sæti, Haraldur H Hjálmarsson 2. sæti og Atli Kolbeinn Atlason 3. sæti.
Verðlaunahafar í 1.flokki: Guðmundur Valur Sigurðsson 1. sæti, Sveinn Þór Steingrímsson 2. sæti og Ásgeir Ásgeirsson 3. sæti.
Verðlaunahafar í flokki 55+: Bjarni Andrésson 1.sæti, Jósef Kristinn Ólafsson 2. sæti og Jón Halldór Gíslason 3. sæti (fjarverandi).
Verðlaunahafar í meistaraflokki kvenna: Hildur Guðmundsdóttir1. sæti í höggleik og þar með klúbbmeistari kvenna. Höggleikur með forgjöf Þuríður Halldórsdóttir 1. sæti, Gerða Kristín Hammer 2. sæti og Dagmar Jóna Elvarsdóttir 3. sæti.
Verðlaunahafar í meistaraflokki karla: Kristinn Sörensen 1. sæti og þar með klúbbmeistari karla, Davíð Arthur Friðriksson 2. sæti og Bergvin Friðberg Ólafarson 3. sæti.