Kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins sem haldið var í Hópsskóla á gamlársdag var hátíðlegt og tókst ljómandi vel. Mjög góð aðsókn var á kjörið. Ýmis verðlaun voru veitt sem lesa má um hér í öðrum fréttum á síðunni. Guðfinna Magnúsdóttir tók myndirnar sem fylgja fréttunum og hér má sjá fleiri myndir frá henni frá kjörinu.
Á efstu myndinni má sjá allra verðlaunahafana í kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Grindavík 2013.
Vel var mætt á kjörið að þessu sinni og þétt setinn bekkurinn í Hópsskóla.
Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG flutti ávarp.
Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi flutti ávarp við samkomuna.
Kristján Ari fær hvatningarverðlaunin sín afhent.
Helena óskar Petrúnellu, íþróttakonu ársins, til hamingju með kjörið.
Á kjörinu var sýnt myndband sem Egill Birgisson klippti saman um Íslandsmeistaratitil meistaraflokks Grindavíkur í körfubolta í vor. Setti myndbandið skemmtilegan svip á hátíðina.
Bekkurinn var þétt setinn á kjörinu og slegið á létta strengi inn á milli.
Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístnda- og menningarsviðs stýrði samkomunni.