Grindavík hefur bætt í leikmannahópinn fyrir komandi sumar í Pepsi-deild karla en hinn serbneski Milos Zeravica skrifaði undir samning fyrir helgi. Milos, sem er 28 ára örfættur miðjumaður, hefur æft með liðinu undanfarnar vikur en hann spilaði síðast með Zrinjski Mostar í Bosníu-Hersegóvínu og fagnaði meistaratitli með liðinu í fyrra.
Fótbolti.net greindi frá:
Grindavík fær mann frá bosnísku meisturunum (Staðfest)
Grindavík hefur fengið serbneska leikmanninn Milos Zeravica til liðs við sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.
Milos er 28 ára gamall en hann hefur æft með Grindvíkingum undanfarnar vikur.
Síðast spilaði Milos með Zrinjski Mostar í Bosníu-Hersegóvínu en liðið varð meistari þar í landi á síðasta tímabili.
Milos er örvfættur en hann getur spilað allar stöður á miðjunni og á báðum köntunum.
Sjá einnig:
Jónas Þórhalls: Meðvitaðir um að þeir fara á stóra sviðið