Milan Stefán Jankovic, sem flestir Grindvíkingar þekkja sennilega betur sem Jankó, lauk á dögunum UEFA Pro þjálfaragráðu. Óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með þennan áfanga þó svo að við fáum þó ekki að njóta ávaxta þessarar vinnu næsta sumar þar sem Jankó hætti með lið Grindavíkur í haust.
Fótbolti.net greindi frá í morgun:
,,Milan Stefán Jankovic hefur bæst í hóp þeirra þjálfara á Íslandi sem eru með UEFA Pro þjálfaragráðu.
Hinn 54 ára gamli Milan Stefán kláraði menntun sína í Sarajevo í Bosníu og Hersegóvínu.
Milan Stefán hefur verið leikmaður og þjálfari í Grindavík í 21 ár en hann hefur meðal annars stýrt meistaraflokki félagsins undanfarin tvö tímabil.
Hann ákvað að hætta störfum eftir nýliðið tímabil.”