Meistaraflokkur kvenna leitar að öflugu fólki fyrir sumarið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mun hefja leik í Pepsi-deild kvenna eftir tæpa viku og er að mörgu að hyggja nú þegar liðið spilar á ný í efstu deild. Meistaraflokksráð kvenna leitar því að áhugasömum einstaklingum til að aðstoða og hjálpa til við skipulag á heimaleikjum í sumar, þar sem mikilvægt er að allt skipulag sé til fyrirmyndar. Fyrsti heimaleikur sumarsins verður 3. maí næstkomandi.

Verkefnin verða fjölbreytt og skemmtileg:

– Skipulag á heimaleikjum, matur o.fl.
– Skipulag og umsjón viðburða á heimaleikjum
– Þátttaka í auglýsingum leikja
– Umsjón samfélagsmiðla
– Upptökur á leikjum og margt fleira

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum verkefnum á einn eða annan hátt eru beðnir um að hafa samband við aðila í kvennaráði sem fyrst:

Ágústa Jóna 867-7033
Gerður Björg 868-9005
Magga 862-5858

Einnig er hægt að senda póst á bjarmagg@simnet.is

Margar hendur vinna létt verk – Hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar!

Áfram Grindavík!