Landsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Martin Hermannsson koma í heimsókn á sumaræfingarnar hjá körfuboltanum á morgun, miðvikudag. Þeir stjórna æfingu dagsins og tala síðan við krakkana eftir æfingu og svara spurningum.
Það þarf vart að kynna þessa kappa til leiks. Hörður Axel er búinn að vera atvinnumaður í 7 ár í stærstu deildum Evrópu. Hörður hefur leikið í þýsku,spænsku og grísku úrvalsdeildunum sem er gríðarlegt afrek. Martin var leikmaður ársins á íslandi 2014 þá aðeins 20 ára gamall og hefur síðan þá spilað með LIU háskólanum í New york í bandaríkjunum. Þeir eru báðir fastamenn í landsliði Íslands sem er að undirbúa sig að krafti fyrir undankeppni EM.
Þetta er frábært tækifræi fyrir krakkana í Grindavík til þess að fá að æfa eins og þeir bestu á landinu gera.
Æfinginn byrjar kl 16:00 og er opinn fyrir alla krakka frá aldrinum 6-16 ára.
ATH! Æfingin hjá 6-10 ára verður á miðvikudeginum í staðinn fyrir fimmtudaginn eins og vanalega.