Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG skrifaði á þriðjudag undir samning við nýjan leikmann, Maríu Sól Jakobsdóttur. María er uppalin í Stjörnunni en lék síðastliðið sumar í 1. deild með Skínandi, sem er aukalið Stjörnunnar. María er ungur og efnilegur leikmaður, fædd árið 1999 og hefur leikið 4 leiki með U17 ára landsliði Íslands. Við bjóðum Maríu Sól velkomna til Grindavíkur.
