Margrét og Juraj leikmenn ársins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Juraj Grizelj og Margrét Albertsdóttir voru valinn leikmenn ársins hjá Grindavíkurliðinu í knattspyrnu á lokahófi knattspyrnudeildar UMFG í íþróttahúsinu síðastliðið laugardagskvöld.

Hjá karlaflokki var Daníel Leó Grétarsson valinn efnilegastur. Stefán Þór Pálsson og Juraj Grizelj voru jafnir með 10 mörk og deildu því markakóngstitlinum. Í kjörinu um besta leikmann sumarsins lenti Jósef Kristinn Jósefsson í þriðja sæti, Jóhann Helgason í öðru Juraj Grizelj hlaut nafnbótina leikmaður ársins.

Hjá kvennaflokki var Margrét Albertsdóttir markahæst og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir sýndi mestu framfarir.

Í efstu þremur sætum um kjör á leikmanni ársins var Þórkatla Albertsdóttir í þriðja sæti, Anna Þórunn Guðmundsdóttir í öðru sæti og Margrét Albertsdóttir sú besta.

Auk þessu fengu Guðrún Gunnarsdóttir, Þórkatla Albertsdóttir og Hanna Dís Gestsdóttir viðurkenningu fyrir frábærar auglýsingar sem þær gerðu fyrir alla heimaleiki og vöktu mikla lukku.

Hjá öðrum flokki karla var Ivan Jugovic markahæstur með 8 mörk í 13 leikjum. Marinó Axel Helgason var kosinn efnilegastur og Nemanja Latinovic bestur.

Efri mynd: Systurnar Margrét Albertsdóttir leikmaður ársins og Þórkatla Albertsdóttir sem einnig átti flott sumar með Grindavík og varð í 3. sæti í kjörinu.

Daníel Leó Grétarsson var valinn efnilegastur.
Juraj Grizelj leikmaður ársins.

…..

,,,,,,