Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í íþróttahúsinu miðvikudaginn 27.maí kl 17:00. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – 11.flokks.
Körfuknattleiksdeildin ákvað í fyrra að hætta að verðlauna fyrir bestu einstaklingana í yngstu flokkunum heldur þess í stað að verðlauna krakkana fyrir góð gildi sem gera þau að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. t.d er veitt fyrir framfarir, dugnað, ástundun og jákvætt viðhorf og fleira. Verðlaunin eru misjöfn á milli flokka, en hver og einn þjálfari ákveður hvað hann vill verðlauna fyrir í sínum flokk.
Pulsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Unglingaráð körfuknattleiksdeildar hvetur alla iðkendur, foreldra sem og aðra að koma á morgun og gera sér glaðan dag.