Lokahóf yngri flokka fer fram á morgun mánudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Hópsskóla mánudaginn 27. maí, kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára  og upp í unglingaflokk karla og stúlknaflokk.

Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan skólann. 

Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veitt verðlaun fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi.

Hefð er fyrir því að unglingaráð veiti verðlaun fyrir Grindvíking ársins, en það er sá iðkandi sem hefur verið virkur félagsmaður og hjálpað til við hin ýmsu verkefni sem snúa að körfuboltanum. Í ár ákvað unglingaráð að í framtíðinni skuli verðlauna bæði stelpu og strák sem Grindvíking ársins.
 
Allir foreldrar sem og aðrir bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í gleðinni.