Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeild UMFG verða tvískipt í ár. Eldri flokkarnir, 3. og 4. flokkar karla og kvenna, gera upp sumarið á sal Grunnskólans við Ásabraut í dag, fimmtudaginn 14. september, kl. 17:00. Yngri flokkarnir verða svo með sitt lokahóf í Hópinu á sunnudaginn, 17. september, kl. 14:00.
