Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna var haldið á sal grunnskólans fimmtudaginn 14. september. Ægir Viktorsson opnaði hófið og hélt smá tölu. Verðlaun voru veitt í flokkunum og einnig var undirritaður samningur við nýjan yfirþjálfara yngri flokka, Arngrím Jóhann Ingimundarson (Adda) en hann var að þjálfa 3. og 5. flokk kvenna þetta tímabilið. Í lokin var boðið upp á glæsilegt hlaðborð sem foreldrar 4. flokks krakkana sáu um að fylla af bakkelsi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Þeir sem hlutu verðlaun voru eftirtaldir:
3. FLOKKUR KARLA:
Besta ástundum: Árni Magni Davíðsson
Mestu framfarir: Maríus Karlsson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Ásgeir Elmarsson og Símon Logi Thasaphong
3. FLOKKUR KVENNA:
Besta ástundum: Katrín Lilja Ármannsdóttir
Mestu framfarir: Anna Karen Björnsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn: Una Rós Unnarsdóttir
4. FLOKKUR KARLA:
Besta ástundun: Friðrik Sigurðsson
Mestu framfarir: Hafþór Rafnsson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Ólafur Reynir Ómarsson
4. FLOKKUR KVENNA:
Besta ástundun: Ása Björg Einarsdóttir
Mestu framfarir: Unnur Stefánsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn: Elísabeth Ýr Ægisdóttir
Fleiri myndir frá hófinu má sjá á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar