Leikjaskrá körfunnar fyrir tímabilið 2017-2018 kom út á dögunum og er núna einnig aðgengileg hér á rafrænu formi. Leikjaskráin er einkar glæsileg þetta tímabilið og er stútfull af greinum og viðtölum. Útgáfan í ár er tileinkuð minningu Magnúsar Andra Hjaltasonar, fyrrum formanns körfuknattleiksdeildarinnar sem lést langt fyrir aldur fram síðastliðið haust. Hann sést hér að ofan á forsíðumynd leikjaskráarinnar að fagna Íslandsmeistaratitli Grindavíkur árið 2012.
