Samkvæmt vefsíðunni bold.dk er líklegt að sóknarmaðurinn Lasse Qvist verði orðinn leikmaður Grindavíkur á næstu dögum. Hann hefur fengið munnlegt tilboð frá félaginu og vonast til að fá það skriflegt í dag eða á morgun.
Qvist segir að sér lítist nokkuð vel á tiboðið en þá séu einhverjir hlutir sem hann vilji hafa aðeins öðruvísi.
Lasse er 25 ára gamall framherji en hann var meðal annars í unglingaliði PSV Eindhoven á sínum tíma.
Frá 2006-2008 var Lasse síðan á mála hjá FC Kaupmannahöfn en síðast lék hann með Nordvest FC í dönsku annarri deildinni.
Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Danmerkur en miklar vonir voru bundnar við hann á sínum tíma. Hann hefur ekki náð að standa undir þeim væntingum.