Landsliðsmenn í heimsókn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Fjórir landsliðsmenn litu við á æfingum hjá yngstu flokkunum í Grindavík í knattspyrnuhöllinni Hópinu í gær. Þeir voru að sjálfsögðu leystir út með gjöfum eins og Grindvíkingum einum er lagið! Fremur í flokki fjórmenninganna var Grindvíkingurinn Alfreð Finnbogason.

Íslenska karlalandsliðið mætir Slóveníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli á föstudaginn. Fjórmenningarnir skutust í frítíma sínum til Grindavíkur og tóku þátt í æfingunni með krökkunum sem fannst mikil upphefð í því að fá svona landsliðshetjur í heimsókn.

Efsta Mynd: Landsliðsmennirnir Þórarinn Ingi Valdimarsson, Arnór Smárason, Afreð Finnbogason og Ólafur Ingi Skúlason voru leystir úr með gjöfum í Hópinu.

Ólafur Ingi og Alfreð.

Þórarinn Ingi og Arnór sögðu krökkunum til.

Tveir snillingar með „hinn gullna vinstri fót“, Scott Ramsey leikmaður Grindavíkur og Þórarinn Ingi.

Flottir landsliðsmenn.

Glæsilegur hópur iðkenda sem tók þátt í æfingunni.

Ólafur Ingi með efnilegu knattspyrnustúlkum.

Fjórmenningarnir með enn fleiri iðkendum.