Grindavík sigraði Skallagrím með 93 stigum gegn 86 í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi í Borgarnesi í hörku leik þar sem úrslitin réðust á vítalínunni á lokasprettinum.
Fjósið í Borgarnesi var fullt að vanda þegar Íslandsmeistararnir komu í heimsókn. Hart var barist og Páll Axel Vilbergsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður til að byrja með og skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins 4 í þeim síðari. Grindavík hafði tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en Skallagrímur hafði fjögurra stiga forystu í hálfleik, 54-50. Sigurður Þorsteinsson lenti í villuvandræðum og kom það nokkuð niður á leik Grindvíkinga.
Hinir geysi öflgu bandarísku leikmenn Skallagríms eiga víst við meiðsli að stríða og dró það tennurnar úr heimamönnum en engu að síður höfðu þeir 7 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 70-63. En undir lokin færðist harka í leikinn, Borgnesingar misstu sinn besta mann af velli með fimm villur og Íslandsmeistararnir reyndist einfaldlega sterkari á lokasprettinum og innbyrtu þrjú góð stig á erfiðum útivelli.
Stig Grindavíkur: Samuel Zeglinski 25/10 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Davíð Ingi Bustion 6.
Staðan:
1. Snæfell 6 5 1 622:534 10
2. Grindavík 6 4 2 587:546 8
3. Stjarnan 5 4 1 477:442 8
4. Keflavík 6 3 3 508:503 6
5. Skallagrímur 5 3 2 428:403 6
6. Þór Þ. 5 3 2 459:420 6
7. Fjölnir 6 3 3 497:513 6
8. KR 4 2 2 328:349 4
9. ÍR 5 2 3 427:450 4
10. KFÍ 6 2 4 496:587 4
11. Njarðvík 5 1 4 427:463 2
12. Tindastóll 5 0 5 387:433 0