Á gamlársdag var það ekki bara íþróttafólkið okkar sem hlaut viðurkenningar heldur var stuðningsmaður ársins einnig útnefndur. Sú sem hlaut nafnbótina í ár var engin önnur en Kristólína Þorláksdóttir, eða Lína í Vík, eins og hún er svo gjarnan kölluð. Við óskum henni til hamingju með titilinn og sendum henni um leið okkar bestu þakkir fyrir hennar starf í þágu UMFG á undanförnum árum.
Eftirfarandi umsögn fylgdi útnefningu Línu:
„Kristólína Þorláksdóttir eða Lína í Vík eins og við köllum hana er ósérhlífin og alltaf tilbúin til starfa. Hún hefur verið ötul í vinnu við sunddeildina okkar og alltaf reiðubúin til að hjálpa til við hvað sem er.
Hún var okkur góð þegar sundmaraþonið var haldið 28.-30. nóvember til styrktar Jóhannesi Hilmari Gíslasyni. Vakti dag og nótt og hjálpaði til. Hún er mjög virk einnig í þeim fjáröflunum sem sunddeildin hefur verið með og getum við kallað hana ömmuna okkar í sunddeildinni.
Ósérhlífin og alltaf tilbúin til starfa. Hefur fylgt sunddeildinni hvert sem hún fer að keppa og er alltaf til taks ef eitthvað bjátar á.“