Kristinn Sörensen og Hildur Guðmundsdóttir voru krýndir klúbbmeistarar GG á lokahófi sem haldið var í nýjum golfskála GG laugardagskvöldið 14. júlí. Kristinn hafði forystuna frá fyrsta degi og lét hana ekki af hendi þótt Davíð Arthur Friðriksson hafi sótt hart að honum á síðasta deginum. Hann sigraði í mfl. karla á 293 höggum. Í öðru sæti varð klúbbmeistari síðasta árs, Davíð Arthur á 295 höggum.
Hildur Guðmundsdóttir hafði nokkra yfirburði í mfl. kvenna og lék hringina á 364 höggum. Næst kom Þuríður Halldórsdóttir á 375 höggum.
Í 1. flokki karla bar Guðmundur Valur Sigurðsson sigur úr býtum, í 2. flokki varð Kristján Einarsson meistari, Júlíus Magnús Sigurðsson í 3. flokki og Jóhann Þröstur Þórisson í 4. flokki. Bjarni Andrésson vann með yfirburðum í öldungaflokki.
Heildarúrslit mótsins má sjá hér.
Mynd: Hildur Guðmundsdóttir klúbbmeistari kvenna ásamt eiginmanni sínum, Jósef Kristni Ólafssyni sem varð í 2. sæti í öldungaflokki.