KR-ingum rutt úr vegi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar okkar unnu nokkuð þægilegan og öruggan sigur á KR-ingum í gær, lokatölur 80-60. Í kvöld fara strákarnir svo til Keflavíkur og ætla sér örugglega ekkert annað en sigur á nágrönnum okkar. Því miður var enginn fulltrúi grindavík.is né karfan.is á leiknum í gær en við birtum í staðinn frétt af vf.is:

,,Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með KR-inga þegar liðin mættust í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gær. Grindvíkingar leiddu allt frá upphafi og unnu að lokum öruggan 80-60 sigur. Rachel Tecca var að venju drjúg fyrir Grindvíkinga en hún skoraði 24 stig og greip 9 fráköst. Grindvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar.

Grindavík-KR 80-60 (15-11, 26-17, 21-14, 18-18)

Grindavík: Rachel Tecca 24/9 fráköst/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 14/6 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5/4 fráköst/5 stolnir, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0.2