Viðburðarríku körfuknattleiksþingi KKÍ lauk núna á laugardaginn. Allir sitjandi stjórnarmenn KKÍ gáfu kost á sér til endurkjörs og enginn bauð sig fram á móti þeim og var því sjálfkjörið í stjórn. Í stjórn KKÍ eiga Grindvíkingar tvo fulltrúa, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Eyjólf Guðlaugsson. Þá er Nökkvi Már Jónsson varamaður í áfrýjunardómstól.
Um þingið má lesa nánar á kki.is. Myndin er fengin þaðan.