Nú er körfuboltavertíðin að hefjast og ætlar meistaraflokkur karla að halda körfuboltaskóla helgina 29.-30. ágúst.
Þessi skóli er frábær leið til þess að byrja körfuboltaveturinn þar sem allir leikmenn meistaraflokks karla þjálfa krakkana í íþróttinni. Einnig halda vel valdir leikmenn fyrirlestra um það sem þarf til þess að njóta og ná langt í körfubolta og öðrum íþróttum, til dæmis mikilvægi mataræðis og svefns. Einnig verður farið í markmiðssetningu og krökkunum kennt að setja sér markmið.
Allir þátttakendur fá tækifæri til að keppa við leikmenn meistaraflokks í hinum ýmsu þrautum og keppnum.
Æfingar: Laugardagur og sunnudagur
Leikskóli og 1.-3.bekkur kl. 10:00-11:15 báða dagana
4.-6. bekkur kl. 11:30-13:00 báða dagana – Fyrirlestur 13:10
7. bekkur og eldri kl. 13:15-14:45 báða dagana – Fyrirlestur 15:00
Verð er 2000 kr á iðkanda (systkinaafsláttur 50% fyrir 2.barn og frítt ef það eru fleiri)
Skráning fer fram á johannao@grindavik.is en greiðsla fer fram á staðnum.