Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur í körfubolta voru á sigurbraut um helgina. Karlaliðið vann KFÍ auðveldlega með 110 stigum gegn 82 og kvennalið Grindavíkur sigraði Fjölni örugglega með 81 stigi gegn 63.
Íslandsmeistarar Grindavíkur tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta í Röstinni gegn KFÍ. Liðið leiddi að honum loknum með níu stigum en munurinn var sextán sig í hálfleik, 57-41.
Gestunum frá Ísafirði gekk illa að brúa bilið í síðari hálfleik og sigur heimamanna niðurstaðan, 110-82.
Aaron Broussard var besti maður vallarins. Broussard skoraði 28 stig, var frákastahæstur með átta fráköst auk þess að stela fimm boltum.
Grindavík: Aaron Broussard 28/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Samuel Zeglinski 17/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ármann Vilbergsson 6, Ómar Örn Sævarsson 6, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst, Davíð Ingi Bustion 5/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2.
Grindavíkurstelpur byrjuðu með miklum látum gegn Fjölni og náðu strax 14 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Góður lokasprettur Fjölnis dugði skammt og Grindavíkurstelpur halda áfram að þoka sér upp töfluna.
Grindavík-Fjölnir 81-63 (25-11, 22-15, 22-10, 12-27)
Grindavík: Crystal Smith 32/4 fráköst/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 14/6 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/9 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6/7 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 6, Eyrún Ösp Ottósdóttir 4, Hulda Sif Steingrímsdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/7 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Julia Lane Figueroa Sicat 0.