Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi halda knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 1. – 3. apríl.
Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2016 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna.
Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður fyrir markmenn en útileikmenn, enda er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun.
Boðið verður upp á úrvals dagskrá sem inniheldur m.a:
Æfingar, fyrirlestra, mat, sund, diskó og fleira.
Gisting í boði fyrir þátttakendur í 4. flokki og 3. flokki í Hópsskóla.
Verð fyrir þessa þrjá daga er 8000 kr.
Kennarar og fyrirlesarar:
Freyr Alexandersson A-landsliðsþjálfari kvenna – Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði m.fl kvk Stjörnunnar – Alfreð Jóhannsson þjálfari m.fl ÍBV – Eysteinn Húni Hauksson þjálfari í Keflavík – Arngrímur J Ingimundarson þjálfari hjá Keflavík – Óli Stefán Flóventsson þjálfari m.fl Grindavík – Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka Grindavík – Danimir Milkanovic UEFA-pro markmannsþjálfari – Nihad Cober Hasecic þjálfari hjá Grindavík – Milan Stefán Jankovic þjálfari hjá Grindavík – Bentína Frímannsdóttir þjálfari hjá Grindavík – Klemenz Sæmundsson næringarfræðingur – Sigurvin Ingi Árnason sjúkraþjálfari og margir fleiri.
Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
Nánari upplýsingar og skráning með nafni og kennitölu berist á netföngin aegir@umfg.is og/eða olistefan@umfg.is fyrir 24.mars